24. júlí

NÝIR RATLEIKIR

KYNNING

Við höfum verið að prófa okkur áfram og nýta okkur tæknina til að miðla upplýsingum og afþreyingu til fólks, til að efla það í að kanna umhverfið og hreyfa sig. Eitt af verkefnunum sem við erum að vinna að er app sem heitir Turfhunt. Þetta forrit, sem er hannað fyrir snjalltæki, er íslenskt hugvit og býður upp á ratleiki þar sem bæði er hægt að miðla fróðleik og búa til léttar keppnir.

Nú eru nokkrir leikir komnir inn og bjóðum við ykkur að taka þátt í þeim. Til þess þarf að ná í appið Turfhunt sem á að virka í öllum snjalltækjum.

Linkur inn á Turfhunt í appstore : ms.turfhunt.net/index.html#/projects

Linkur inn á Turfhunt í playstore: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.locatify.treasurehunt&hl=is

Þegar appið er komið í tækið er auðvelt að kanna hvað er í boði á þeim stað sem þið eruð. Hér í uppsveitunum er nú komir nokkrir leikir.

Þegar ferðist er um sveitirnar eru þessir fræðsluleikir í boði:

·       Grímsnes- og Grafningshreppur

·       Hrunamannahreppur

·       Upp í sveit (Skeið- og Gnúpverjahreppur) 

·       Bláskógabyggð

·       Litli hringurinn (Flúðir)

Opið fyrir umsóknir í Atvinnumál kvenna

Opið fyrir umsóknir í Atvinnumál kvenna

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, í samstarfi við Vinnumálastofnun, auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2025 opna til umsóknar! Heildarfjárhæð styrkja er að þessu sinni 35.000.000 kr., en hámarksstyrkur sem veittur er hverju verkefni nemur 4.000.000 kr.

Lesa meira

Landsstólpinn 2025 - Opið fyrir tilnefningar

Byggðastofnun hefur opnað fyrir tilnefningar til Landsstólpans 2025, viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi verkefni sem stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á árangursríkum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og geta verið öðrum hvatning og fyrirmynd.

Lesa meira

Umsóknaskrif til umfjöllunar í fyrirlestraröð Forvitinna frumkvöðla

Þriðjudaginn 4. febrúar var umsóknaskrif tekin fyrir í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar. Þórunn Jónsdóttir hélt fyrirlesturinn en hún hefur áralanga reynslu af gerð styrkumsókna og deildi hún dýrmætum ráðum um hvernig hægt er að auka líkurnar á árangri við styrkumsóknir, óháð því í hvaða sjóð er sótt.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Sjóðurinn veitir styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi og hefur hann sannað mikilvægi sitt fyrir þau sem vilja þróa og efla fjölbreytt verkefni á Suðurlandi.

Lesa meira

30. janúar 2025 10:53 - 28. febrúar 2025 15:15

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2025

Matvælasjóður er með opið fyrir umsóknir frá 1. febrúar til 28. febrúar 2025

Lesa meira