Fréttir

20. september 2024

Þjónustukönnun Byggðastofnunar 2024

Byggðastofnun hefur sett af stað umfangsmikla þjónustukönnun til að kanna hvaða þjónusta skiptir íbúa landsins máli, hvernig hún er nýtt og hvað þarf að bæta eða efla. Könnunin, sem er framkvæmd af Maskínu, nær til íbúa um allt land utan höfuðborgarsvæðisins og er hluti af rannsóknum á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Lesa meira

Þjónustukönnun Byggðastofnunar  2024

18. september 2024

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn veitir fjármögnun til framkvæmda á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur rennur út kl. 13 þriðjudaginn 15. október 2024.

Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025

21. ágúst 2024

Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst

Sveitahátíðin Grímsævintýri verður haldin á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst. Fjölbreytt dagskrá: Tombóla, kaffisala, markaður, klifurveggur, andlitsmálun, Leikfélagið Borg og Sirkus ananas.

Lesa meira

Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst

21. ágúst 2024

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2024

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2024. Uppbyggingarsjóðurinn er mikilvægur sjóður og býður hann upp á stuðning við fjölbreytt verkefni á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2024

21. júní 2024

Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið

Verkefnið Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu er á fullri ferð en verkefnið hefur það að markmiði að skapa samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna getur blómstrað saman. Búið er að halda fjóra vinnustofur þar sem fjallað var um fjölmenningu og voru þátttakendur beðnir um að skilgreina hvað væri fyrirmyndar fjölmenningar samfélag og hvaða verkefni sveitarfélögin og íbúar þeirra þyrftu að vinna að til að Uppsveitir Árnessýslu yrðu slíkt. Öll sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum vinna að verkefninu og eru verkefnastjórar Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri í  Heilsueflandi Uppsveitir, Guðrún Ása Kristleifsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi og Lína Björg Tryggvadóttir Byggðarþróunarfulltrúi Í Uppsveitum Árnessýslu.

Lesa meira

Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið

27. maí 2024

Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu

Municipalities Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, and Skeiða- og Gnúpverjahreppur are working on a project titled "Multicultural Community in Uppsveitir Árnessýsla." The project aims to enhance the participation of residents with foreign backgrounds in the community and promote the inclusion of all residents regardless of origin.

Lesa meira

Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu

24. maí 2024

Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu

Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eru að vinna verkefni sem ber heitið "Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu". Verkefnið hefur það að  markmiði að efla þátttöku íbúa með erlendan bakgrunn í samfélaginu og stuðla að inngildingu allra íbúa óháð uppruna. Meðal leiða að þessu markmiði er að eiga samtal við íbúa um hvað þurfi að gera til að styðja við innlenda sem erlenda íbúa og byrjar verkefnið á könnun sem hægt er að taka með því að smella á linkinn eða skanna QR kóðan sem er neðst í fréttinni.

Lesa meira

Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu

23. maí 2024

Fundur faghóps Markaðsstofu Suðurlands haldin á Flúðum

Faghópur Markaðsstofu Suðurlands hélt vorfund sinn á Flúðum að þessu sinni. Aldís sveitarstjóri kom og hélt frábæra kynningu á allri þeirri uppbyggingu sem er í gangi í Hrunamannahreppi.

Lesa meira

Fundur faghóps Markaðsstofu Suðurlands haldin á Flúðum

30. apríl 2024

Fræðslu- og menningardagskrá í Skálholti í maí 2024

Alla miðvikudaga í maí verður boðið upp á menningar- og fræðslugöngur í Skálholti. Ókeypis er í allar göngurnar og þið eruð öll hjartanlega velkomin. Um er að ræða fræðsluerindi og göngur sem tengjast Skálholti á einhvern hátt. Göngurnar hefjast allar við Skálholtskirkju kl 18:00 á miðvikudögum í maí. Göngurnar ættu að henta öllum, þær eru stuttar og á jafnsléttu að mestu. Gengið er um umhverfi kirkjunnar og taka göngurnar um 1 klst.

Lesa meira

Fræðslu- og menningardagskrá í Skálholti í maí 2024

20. febrúar 2024

Lóan er komin: Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Nú hefur nýsköpunarsjóðurinn Lóan opnað fyrir umsóknir og er umsóknarfresturinn til og með 4. apríl 2024. <br />Nýsköpunarstyrkir Lóunnar eru hannaðir til að styðja við nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Heildarstyrkveiting eru 150 miljónir króna árið 2024. Styrkirnir hafa það markmið að styðja við verkefni sem beina sjónum að hugviti, þekkingu og nýrri færni til að efla byggðir og skapa ný verðmæti. Styrkjum er úthlutað til eins árs í senn og getur hvert verkefni fengið styrk sem nemur allt að 20% af heildarúthlutun hvers árs.

Lesa meira

Lóan er komin: Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina