Fréttir
20. janúar 2025
Ný ferðamálastefna til 2030 samþykkt
Í desember 2024 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Stefnan var unnin í samstarfi við atvinnulífið, fagfólk í ferðamálum og grasrótina og byggir hún á víðtæku samráði þar sem yfir þúsund einstaklingar lögðu sitt af mörkum við vinnu hennar.
15. janúar 2025
Ferðaþjónustuvikan 2025
Ferðaþjónustuvikan 2025 hófst í gær þriðjudaginn 14. janúar og stendur fram á fimmtudag. Viðburðurinn, sem skipulagður er af Markaðsstofum landshlutanna, Íslenska ferðaklasanum, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og Íslandsstofu er ætlaður til að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni.
13. janúar 2025
Fjölbreytt tækifæri til styrkja í gangi – Umsóknarfrestir í janúar og febrúar 2025
Ertu með hugmynd að nýsköpunarverkefni, rannsókn, eða þróunarsamstarfi? Nú er tækifærið til að sækja um styrki úr fjölbreyttum sjóðum sem eru í boði fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og námsmenn. Hér er yfirlit yfir nokkra spennandi sjóði og verkefni sem nú eru opin fyrir umsóknir:
20. september 2024
Þjónustukönnun Byggðastofnunar 2024
Byggðastofnun hefur sett af stað umfangsmikla þjónustukönnun til að kanna hvaða þjónusta skiptir íbúa landsins máli, hvernig hún er nýtt og hvað þarf að bæta eða efla. Könnunin, sem er framkvæmd af Maskínu, nær til íbúa um allt land utan höfuðborgarsvæðisins og er hluti af rannsóknum á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.
18. september 2024
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn veitir fjármögnun til framkvæmda á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur rennur út kl. 13 þriðjudaginn 15. október 2024.
21. ágúst 2024
Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst
Sveitahátíðin Grímsævintýri verður haldin á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst. Fjölbreytt dagskrá: Tombóla, kaffisala, markaður, klifurveggur, andlitsmálun, Leikfélagið Borg og Sirkus ananas.
21. ágúst 2024
Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2024
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2024. Uppbyggingarsjóðurinn er mikilvægur sjóður og býður hann upp á stuðning við fjölbreytt verkefni á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.
21. júní 2024
Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið
Verkefnið Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu er á fullri ferð en verkefnið hefur það að markmiði að skapa samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna getur blómstrað saman. Búið er að halda fjóra vinnustofur þar sem fjallað var um fjölmenningu og voru þátttakendur beðnir um að skilgreina hvað væri fyrirmyndar fjölmenningar samfélag og hvaða verkefni sveitarfélögin og íbúar þeirra þyrftu að vinna að til að Uppsveitir Árnessýslu yrðu slíkt. Öll sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum vinna að verkefninu og eru verkefnastjórar Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri í Heilsueflandi Uppsveitir, Guðrún Ása Kristleifsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi og Lína Björg Tryggvadóttir Byggðarþróunarfulltrúi Í Uppsveitum Árnessýslu.
27. maí 2024
Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu
Municipalities Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, and Skeiða- og Gnúpverjahreppur are working on a project titled "Multicultural Community in Uppsveitir Árnessýsla." The project aims to enhance the participation of residents with foreign backgrounds in the community and promote the inclusion of all residents regardless of origin.
24. maí 2024
Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu
Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eru að vinna verkefni sem ber heitið "Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu". Verkefnið hefur það að markmiði að efla þátttöku íbúa með erlendan bakgrunn í samfélaginu og stuðla að inngildingu allra íbúa óháð uppruna. Meðal leiða að þessu markmiði er að eiga samtal við íbúa um hvað þurfi að gera til að styðja við innlenda sem erlenda íbúa og byrjar verkefnið á könnun sem hægt er að taka með því að smella á linkinn eða skanna QR kóðan sem er neðst í fréttinni.