3. nóvember 2025

Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17.

Lesa meira

Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026

29. október 2025

Sveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang

Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands.

Lesa meira

Sveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang

29. október 2025

Nýr byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu

Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða-og Gnúpverjahrepp og hefur hún þegar hafið störf.

Lesa meira

Nýr byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu

1. október 2025

Frístunda- og íþróttahlaðborð Uppsveita

Svæðisskrifstofa Íþróttahéraðs á Suðurlandi í samstarfi við heilsueflandi Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp boða til sameiginlegs hlaðborðs á Laugarvatni föstudaginn 18. október.

Lesa meira

Frístunda- og íþróttahlaðborð Uppsveita

27. ágúst 2025

Startup Landið – nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í landsbyggðunum

Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og stendur til 30. október. Opið er fyrir umsóknir til og með 31. ágúst og verða tvö teymi úr hverjum landshluta valin til þátttöku.

Lesa meira

Startup Landið – nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í landsbyggðunum

11. ágúst 2025

Hátíð við Úlfljótsvatn – fögnum bundnu slitlagi um Þingvallavatn!

Sunnudaginn 24. ágúst verður haldin hátíð við Úlfljótsvatn til að fagna því að hringvegurinn í kringum Þingvallavatn er nú allur kominn með bundið slitlag Þetta er stór áfangi fyrir svæðið sem eykur bæði öryggi, aðgengi og tengingu milli byggðarlaga.

Lesa meira

Hátíð við Úlfljótsvatn – fögnum bundnu slitlagi um Þingvallavatn!

23. apríl 2025

MÁLSTOFA UM ÍÞRÓTTASTARF UPPSVEITANNA

Sunnudaginn 27. apríl kl. 13–16 verður haldin málstofa í Aratungu þar sem sjónum verður beint að því hvernig við getum stækkað og þróað íþróttastarf í Uppsveitum. Við fáum til okkar góða gesti, þar á meðal fulltrúa félaga og sveitarstjórna, auk annarra áhugasamra um framtíð íþrótta á svæðinu. Sérstakir gestafyrirlesarar verða Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, sem deila með okkur reynslu sinni og sýn á uppbyggingu og árangur.

Lesa meira

MÁLSTOFA UM ÍÞRÓTTASTARF UPPSVEITANNA

15. apríl 2025

Bláskógabyggð samþykkir nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu með áherslu á sjálfbærni og samráð

Á haustmánuðum 2022 ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hefja heildstæða stefnumótun fyrir sveitarfélagið með það að markmiði að móta framtíðarsýn, gildi og verkefni til næstu ára. Í þessari vinnu var sérstaklega horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og lögð áhersla á sjálfbæra og framsækna þróun með það að leiðarljósi að skapa heilsusamlegt og bætt samfélag.

Lesa meira

Bláskógabyggð samþykkir nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu með áherslu á sjálfbærni og samráð

8. apríl 2025

Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2025

Nú stendur yfir Fyrirtækjakönnun landshlutanna og eru fyrirtæki á Suðurlandi eindregið hvött til að taka þátt. Markmið könnunarinnar er að safna gögnum um stöðu og horfur fyrirtækja, sem nýtast við stefnumótun, atvinnuuppbyggingu og forgangsröðun verkefna. Könnunin er framkvæmd af Byggðastofnun og landshlutasamtökum sveitarfélaga.

Lesa meira

Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2025

24. mars 2025

Fyrsta skrefið í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu – Einstakt tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirt

Litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi gefst nú einstakt tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu þróunarverkefni sem miðar að því að styðja þau í átt að sjálfbærri og nærandi ferðaþjónustu. Um er að ræða þátttöku í verkefninu FIRST MILE, sem er hluti af norræna samstarfsverkefninu NorReg, og er þróað í samstarfi við sérfræðinga hjá Behavior Smart.

Lesa meira

Fyrsta skrefið í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu – Einstakt tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirt