23. apríl
MÁLSTOFA UM ÍÞRÓTTASTARF UPPSVEITANNA
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13–16 verður haldin málstofa í Aratungu þar sem sjónum verður beint að því hvernig við getum stækkað og þróað íþróttastarf í Uppsveitum. Við fáum til okkar góða gesti, þar á meðal fulltrúa félaga og sveitarstjórna, auk annarra áhugasamra um framtíð íþrótta á svæðinu. Sérstakir gestafyrirlesarar verða Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, sem deila með okkur reynslu sinni og sýn á uppbyggingu og árangur.
Eftir innlegg þeirra verður þátttakendum boðið að taka virkan þátt í umræðum og skapandi hugmyndavinnu um leiðir til að efla íþróttastarf í Uppsveitum.
Dagskrá málstofunnar:
13:00 – 13:15
Gunnar Gunnarsson
• Setning og kynning á dagskrá
13:15 – 14:00
Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík
• Grindavíkurleiðin – reynsla og lærdómar
14:00 – 14:15
Kaffihlé og spjall
14:15 – 15:00
Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ
• Áfram Ísland – samvinna til árangurs
15:00 – 16:00
Vinnustofa: Hvernig stækkum við og þróum íþróttastarfið í Uppsveitunum?
Gunnar Gunnarsson fer yfir núverandi stöðu íþróttastarfs og kynnir umræðuspurningar til grundvallar borðavinnu.
Unnið verður með eftirfarandi þrjú þemu:
1. Íþróttaaðstaða í Uppsveitum
-
Hvernig er staðan í dag?
-
Hvað má bæta?
-
Hvernig má nýta núverandi aðstöðu betur?
2. Starf íþróttafélaga
-
Hver er staðan í barna-, unglinga- og afreksíþróttum?
-
Hverjar eru áskoranirnar og hvaða tækifæri eru til staðar?
3. Framtíðarsýn
-
Hvernig lítur draumasýnin út?
-
Hver eru næstu skref?
16:00 Málstofu líkur
Við hvetjum alla sem láta sig varða þróun og framtíð íþróttastarfs í Uppsveitunum til að mæta og taka virkan þátt í málefnalegri umræðu og skapandi vinnu. Saman getum við mótað sterka framtíðarsýn og fundið raunhæfar leiðir til að efla íþróttalíf svæðisins til hagsbóta fyrir alla aldurshópa.