Ferðahugmyndir
Gullna hringinn í Uppsveitum Árnessýslu þekkja allir „The Golden Circle“.
En hann hefur að geyma margar af landsins þekktustu náttúruperlum og sögustöðum. Hringurinn hefur stækkað og breyst á undanförnum árum með batnandi samgöngum, vegum og brúm. Réttast væri að tala um „Gullnu keðjuna“ enda eru hringleiðamöguleikarnir fjölmargir á svæðinu og margt að sjá. Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss, Geysir, Skálholt, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig ört vaxandi byggðakjarnar og þorp; Flúðir, Reykholt, Laugarás, og Sólheimar. Ekki má gleyma hliðunum að hálendinu Sprengisandi og hinum sívinsæla Kjalvegi þar sem fjölbreytta útivistarmöguleika er að finna.
Fjölbreytt afþreying er á svæðinu fyrir alla aldurshópa og úrval af gistingu og veitingastöðum af ýmsum toga.
Á hverju ári bætast við nýir og spennandi staðir til að skoða.
Þegar komið er frá Reykjavík má velja um margar hringleiðir nokkur dæmi :
1. Rvk – Þingvellir – Lyngdalsheiði- Laugarvatn – Geysir - Gullfoss – Reykholt - Hvítárbrú- Flúðir – Selfoss –Rvk
2. Rvk – Þingvellir – Lyngdalsheiði- Laugarvatn – Geysir - Gullfoss – Brúarhlöð - Flúðir – Hvítárbrú – Reykholt - Laugarás – Skálholt – Selfoss- Rvk
3. Rvk – Selfoss – Flúðir – Brúarhlöð - Gullfoss – Geysir – Reykholt – Grímsnes – Reykjavík
4. Rvk – Grímsnes – Skálholt – Laugarás – Flúðir – Hvítárbrú- Reykholt –Gullfoss – Geysir – Laugarvatn –Lyngdalsheiði – Þingvellir - Rvk