8. apríl
Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2025
Nú stendur yfir Fyrirtækjakönnun landshlutanna og eru fyrirtæki á Suðurlandi eindregið hvött til að taka þátt. Markmið könnunarinnar er að safna gögnum um stöðu og horfur fyrirtækja, sem nýtast við stefnumótun, atvinnuuppbyggingu og forgangsröðun verkefna. Könnunin er framkvæmd af Byggðastofnun og landshlutasamtökum sveitarfélaga.
Úr niðurstöðum könnunarinnar sem framkvæmd var 2022 má nefna eftirfarandi fyrir Suðurland:
- 71% fyrirtækja voru bjartsýn á rekstur sinn næstu 12 mánuði.
- 59% töldu sig þurfa að fjölga starfsfólki.
- Skortur á vinnuafli og húsnæðismál voru helstu hindranir í vexti fyrirtækja.
- Um 65% fyrirtækja sögðust nýta eða hafa áhuga á stafrænum lausnum.
- Ferðaþjónusta og matvælaframleiðsla voru á meðal sterkustu atvinnugreina.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða breytingar hafa orðið á síðustu árum og hvernig fyrirtækin meta stöðu sína í dag, hvaða áskoranir eru helst ríkjandi og hvert stefnir með nýsköpun, vöxt og þróun atvinnulífs á Suðurlandi.
Við hvetjum öll fyrirtæki til þátttöku. Því fleiri sem taka þátt, því betri verður heildarmyndin.
Með þátttöku fáum við raunhæfa mynd af stöðu fyrirtækja í landinu og hvernig best sé að styðja við þau.