UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Ný ferðamálastefna til 2030 samþykkt

Ný ferðamálastefna til 2030 samþykkt

Í desember 2024 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Stefnan var unnin í samstarfi við atvinnulífið, fagfólk í ferðamálum og grasrótina og byggir hún á víðtæku samráði þar sem yfir þúsund einstaklingar lögðu sitt af mörkum við vinnu hennar.

Lesa meira

Ferðaþjónustuvikan 2025

Ferðaþjónustuvikan 2025 hófst í gær þriðjudaginn 14. janúar og stendur fram á fimmtudag. Viðburðurinn, sem skipulagður er af Markaðsstofum landshlutanna, Íslenska ferðaklasanum, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og Íslandsstofu er ætlaður til að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni.

Lesa meira

Fjölbreytt tækifæri til styrkja í gangi – Umsóknarfrestir í janúar og febrúar 2025

Ertu með hugmynd að nýsköpunarverkefni, rannsókn, eða þróunarsamstarfi? Nú er tækifærið til að sækja um styrki úr fjölbreyttum sjóðum sem eru í boði fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og námsmenn. Hér er yfirlit yfir nokkra spennandi sjóði og verkefni sem nú eru opin fyrir umsóknir:

Lesa meira

Þjónustukönnun Byggðastofnunar 2024

Byggðastofnun hefur sett af stað umfangsmikla þjónustukönnun til að kanna hvaða þjónusta skiptir íbúa landsins máli, hvernig hún er nýtt og hvað þarf að bæta eða efla. Könnunin, sem er framkvæmd af Maskínu, nær til íbúa um allt land utan höfuðborgarsvæðisins og er hluti af rannsóknum á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira