UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Opið fyrir umsóknir í Atvinnumál kvenna

Opið fyrir umsóknir í Atvinnumál kvenna

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, í samstarfi við Vinnumálastofnun, auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2025 opna til umsóknar! Heildarfjárhæð styrkja er að þessu sinni 35.000.000 kr., en hámarksstyrkur sem veittur er hverju verkefni nemur 4.000.000 kr.

Lesa meira

Landsstólpinn 2025 - Opið fyrir tilnefningar

Byggðastofnun hefur opnað fyrir tilnefningar til Landsstólpans 2025, viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi verkefni sem stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á árangursríkum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og geta verið öðrum hvatning og fyrirmynd.

Lesa meira

Umsóknaskrif til umfjöllunar í fyrirlestraröð Forvitinna frumkvöðla

Þriðjudaginn 4. febrúar var umsóknaskrif tekin fyrir í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar. Þórunn Jónsdóttir hélt fyrirlesturinn en hún hefur áralanga reynslu af gerð styrkumsókna og deildi hún dýrmætum ráðum um hvernig hægt er að auka líkurnar á árangri við styrkumsóknir, óháð því í hvaða sjóð er sótt.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Sjóðurinn veitir styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi og hefur hann sannað mikilvægi sitt fyrir þau sem vilja þróa og efla fjölbreytt verkefni á Suðurlandi.

Lesa meira

30. janúar 2025 10:53 - 28. febrúar 2025 15:15

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2025

Matvælasjóður er með opið fyrir umsóknir frá 1. febrúar til 28. febrúar 2025

Lesa meira