Fellaverkefni 2020

Fellaverkefni er átaksverkefni  sem hefur það markmið að hvetja íbúa og aðra til að hreyfa sig og skoða hvað náttúran hér í uppsveitum hefur upp á að bjóða. 

Búið er að skipuleggja gönguleið í hverju sveitarfélagi. 
Þetta árið eru 5 leiðir í boði með mismunandi erfiðleikastig og hver þeirra hefur sögu að segja. 

Fellin sem hafa verið valin í ár eru Byrgið, Mosfell, Laugarfell, Stöðulfell og Bláfell 

Upplýsingar um öll fellin má finna hér

Og nánar um hvert og eitt hér:
Byrgið, Mosfell, Laugarfell, Stöðulfell og Bláfell Einnig verður boðið upp á gönguferðir með leiðsögn á fjögur fell í sumar

· 14. júlí. Byrgi Fjalla-Eyvindar: Lagt af stað frá Jötu kl 17.30

· 21. júlí. Stöðulfell: Lagt af stað frá bænum Stöðulfelli kl 17.30

· 11. ágúst. Mosfell: Lagt af stað frá Mosfellskirkju kl 17.30

· 22. ágúst. Bláfell: Lagt af stað frá Bláfellsbílastæði kl 11

Hvetjum ykkur til að taka dagana frá og ganga með okkur

 

« Til baka