Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni
Vefsíða: www.ulfljotsvatn.is
Netfang: ulfljotsvatn@skatar.is
Sími: 482-2674
Útilífsmiðstöð skáta er staðsett við Úlfljótsvatn í Grímsnes-og Grafningshreppi, skammt frá Ljósafossvirkjun. Miðstöðin er í eigu Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur. Útilífsmiðstöðin býður almenningi að nota aðstöðuna og er staðurinn leigður út til margvíslegra viðburða fyrir bæði smærri og stærri hópa. Tjaldsvæðið er öllum opið frá maí og fram í september.
Ýmis leiktæki eru í boði fyrir gesti svæðisins, ýmist frír opinn aðgangur eða að kaupa aðgang sérstaklega. Leiksvæði er fyrir yngstu kynslóðina, köngulóavefurinn er klifurgrind fyrir alla hressa krakka sem hafa gaman af því að príla. Þrautabrautin er við klifurturninn og er ekki af verri endanum. Vatnasafarí er þrautabraut yfir vatni.
Yfir sumartímann er fjölbreytt afþreying í boði. Það er hægt að leigja báta til siglingar á vatninu, t.d. hjólabáta, kanóa, kajaka og seglbáta. Folf eða frisbee golf er spilað á svipaðan hátt og golf, en með frisbee diskum. Hægt er að leigja diska gegn vægu gjaldi og fylgja leiðbeiningar með hvernig á að spila leikinn. Fjölbreytt dagskrá er í boði allar helgar yfir sumartímann. Þá er einnig opið í klifurturn, báta og annað sem að þarf sérstaka mönnun.
Klifurveggurinn er hæsti klifurvegur landsins utanhúss. Turninn er bara opinn með aðstoð leiðbeinenda, gæta þarf öryggis, nota öryggislínur og fara rétt að. Starfsfólk Útilífsmiðstöðvarinnar hefur hlotið sérstaka þjálfun í umsjá hans og geta gestir því samið um, afnot af klifurveggnum gegn vægu gjaldi.
Allt árið er boðið upp á þjónustu við fyrirtæki og hópa t.d. í tengslum við hópefli, fjölskyldu- og fyrirtækjaferðir og gistiþjónustu. Útilífsmiðstöðin rekur Hostel allt árið og hægt er að panta þar gistingu. Tekið er á móti innlendum og erlendum hópum allt árið.
Miðstöðin rekur skólabúðir á veturna þar sem boðið eru upp á fjölbreytta þjónustu við nemendur og kennara. Á sumrin eru reknar sumarbúðir fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára. Miðstöðin hefur verið í stöðugri uppbyggingu frá árinu 1941 og hafa sumarbúðir verið reknar nær óslitið síðan þá.
Miðstöðin er opin allt árið.
Tjaldsvæðið er opið frá 1. maí -15. september.