10. febrúar
Umsóknaskrif til umfjöllunar í fyrirlestraröð Forvitinna frumkvöðla
Þriðjudaginn 4. febrúar var umsóknaskrif tekin fyrir í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar. Þórunn Jónsdóttir hélt fyrirlesturinn en hún hefur áralanga reynslu af gerð styrkumsókna og deildi hún dýrmætum ráðum um hvernig hægt er að auka líkurnar á árangri við styrkumsóknir, óháð því í hvaða sjóð er sótt.
Þórunn lagði áherslu á mikilvægi góðs undirbúnings fyrir umsóknaskrifin sem fela meðal annars í sér að:
- Kynna sér úthlutunarreglur og styrkjaflokka sjóðanna.
- Skoða hverjir hafa hlotið styrki áður og hverjir sitja í fagráðum.
- Yfirfara matsblöð sjóðanna til að átta sig á forgangsatriðum.
Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að afmarka verkefni vel með skýru upphafi og endi með skilgreindum verkþáttum og áætlaðri niðurstöðu. Þá ræddi hún um nauðsyn þess að styrkjastefna væri til staðar hjá þeim sem starfa á sviði nýsköpunar. Slík stefna ætti að fela í sér framtíðarsýn, markmið, fjárhagslega greiningu og aðgerðaráætlun.
Í fyrirlestrinum fjallaði Þórunn einnig um lykilatriði sem auka líkur á styrkveitingu. Þar á meðal voru:
- Góð tímasetning og skipulag.
- Að setja sig í spor matsaðila og útskýra verkefnið á skilmerkilegan há
- Að nota skýrar og vel ígrundaðar forsendur í fjárhagsáæ
- Að rökstyðja allar fullyrðingar með
- Að fá umsagnir og læra af endurgjöf ef umsókn fær neikvætt svar.
Fyrirlesturinn var vel sóttur og að honum loknum fóru fram líflegar umræður þar sem Þórunn svaraði öllum spurningum.
Næsti fyrirlestur í fyrirlestraröðinni fer fram 4. mars kl. 12, á Teams þar sem fjallað verður um notkun gervigreindar við umsóknaskrif.