23. janúar
Taktu þátt í að móta framtíð Suðurlands!
SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, kallar nú eftir rödd íbúa við uppfærslu á Sóknaráætlun Suðurlands fyrir tímabilið 2025–2029. Sóknaráætlunin er stefnumörkun allra sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi í byggðamálum og leggur grunninn að sjálfbærri byggðaþróun á svæðinu. Hún tekur til umhverfismála, atvinnu og nýsköpunar, samfélags- og menningarmála og hefur bein áhrif á forgangsröðun verkefna og áherslur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.
Á haustmánuðum vann SASS að umfangsmiklu samráði við íbúa Suðurlands með stuðningi frá Sahara sem sérhæfir sig í stafrænum markaðslausnum, þar sem áhersla var lögð á að fá fram sjónarmið um mikilvæg málefni. Þrjár kannanir voru þróaðar út frá niðurstöðum vinnufundar sem haldinn var í Vestmannaeyjum vorið 2024. Nú er komið að þér að taka þátt og hafa áhrif!
Hvernig getur þú tekið þátt?
Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að taka þátt í könnunum sem munu hjálpa til við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands: Taka þátt í könnun
Herferðin stendur yfir fram í febrúar 2025 og við hvetjum alla íbúa til að nýta þetta tækifæri til að móta stefnu sem hefur áhrif á framtíð Suðurlands.
Þín rödd skiptir máli!