3. janúar

Styrkir og viðburðir í boði í janúar 2024

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og vonum að árið 2024 taki vel á móti ykkur.

Nú er nýtt ár runnið í garð og um að gera að nýta öll þau tækifæri sem bjóðast með rísandi sólu og nýrra tækifæra. 

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, munu setja upp ferðakaupstefnuna Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín  þann 18. janúar 2024. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi. Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. 

Einnig verður haldin ferðaþjónustuvika frá 16-18 janúar 2024. Er henni ætlað að að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá. Þeir sem standa að ferðaþjónustuvikunni eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.

Í janúar eru margir sjóðir með opið fyrir umsóknir og er um að gera að kynna sér það nánar.

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands er með opið fyrir umsóknir til 5. janúar, sjá nánar: https://hfsu.is/visinda-og-rannsoknarsjodur

Gulleggið er með opið fyrir umsóknir til 19. janúar, sjá nánar: https://gulleggid.is og https://www.facebook.com/gulleggid

Fjáfestahátíð Norðanáttar er með opið fyrir umsóknir til 31. janúar nk. Sjá nánar: https://www.nordanatt.is/fjarfestahatid

Nordplus Junior – næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2024 – fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóal á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, kennara þeirra og nemendur. Nánari upplýsingar hér.

Nordplus  Voksen/fullorðinsfræðsla- næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2024. Styrkri til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, heimsókna kennara og stjórnenda og undirbúningsheimsóknir. Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa( í verkefnum). Nánari upplýsingar hér.