21. ágúst
Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2024
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2024. Uppbyggingarsjóðurinn er mikilvægur sjóður og býður hann upp á stuðning við fjölbreytt verkefni á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.
Markmið sjóðsins er að styðja við framleiðni aukandi og atvinnuskapandi verkefni, auk nýsköpunarverkefna sem stuðla að fjölbreytni í atvinnulífinu. Þá er einnig lögð áhersla á að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel úthlutunarreglur, áherslur og markmið sjóðsins til að auka líkurnar á árangri.
Íbúar Uppsveita Árnessýslu eru sérstaklega hvattir til að sækja um, en byggðaþróunarfulltrúi í Uppsveitunum er til taks til að veita ráðgjöf og aðstoð við mótun umsókna, einnig er hægt að leita til hans bæði í tengslum við umsóknir í Uppbyggingarsjóð og önnur verkefni sem tengjast atvinnuþróun, nýsköpun og menningu. Tölvupóstfang byggðaþróunarfulltrúa í Uppsveitum Árnessýslu er lina@sveitir.is
Umsóknir í Uppbyggingarsjóðinn þurfa að berast rafrænt í gegnum umsóknarvef sjóðsins fyrir klukkan 16:00 þann 1. október 2024. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli og eiga lögheimili á Suðurlandi. Ef sótt er um fyrir hönd lögaðila, svo sem fyrirtækja eða félagasamtaka, þarf að nota rafræna aðgangi viðkomandi lögaðila.
Við hvetjum alla áhugasama til að nýta sér þetta tækifæri til að sækja um styrk og stuðla að uppbyggingu og þróun samfélagsins. Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknarferlið má finna á heimasíðu SASS: www.sass.is/uppbyggingarsjodur.