17. febrúar

Opið fyrir umsóknir í Atvinnumál kvenna

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, í samstarfi við Vinnumálastofnun, auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2025 opna til umsóknar!

Heildarfjárhæð styrkja eru að þessu sinni 35.000.000 kr., en hámarksstyrkur sem veittur er hverju verkefni nemur 4.000.000 kr.

Til þess að sækja um styrk þarf verkefnið að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Það sé í meirihlutaeigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.

  • Verkefnið innihaldi nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.

  • Það stuðli að atvinnusköpun til frambúðar.

  • Viðskiptahugmyndin sé vel útfærð og raunhæf.

Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000 kr.), sem og styrkir til markaðssetningar og vöruþróunar að hámarki 4.000.000 kr. Hægt er að sækja um styrk fyrir helmingi kostnaðar verkefnis, nema ef sótt er um styrk fyrir gerð viðskiptaáætlunar.

Umsóknarfrestur er frá 7. febrúar til og með 14. mars 2025. Umsóknir skulu berast rafrænt á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is, þar sem nánari upplýsingar um reglur og skilyrði er að finna.

Þær sem fá samþykktan styrk til gerðar viðskiptaáætlunar fá tækifæri til að taka þátt í fyrirtækjasmiðju, þar sem keppt verður um bestu viðskiptahugmyndina. Dómnefnd mun meta kynningar þátttakenda og veita verðlaun fyrir framúrskarandi hugmyndir. Nánari upplýsingar um tilhögun varðandi það verða kynntar síðar.

Hægt er að fylgjast nánar með atvinnumálum kvenna á síðunum: 

https://www.facebook.com/atvinnumalkvenna

https://www.instagram.com/atvinnumalkvenna/