23. janúar
Meiriháttar mannamót
Það var líf og fjör á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofanna sem fram fór í á fimmtudaginn 18. janúar sl. í Kórnum í Kópavogi. Byggðaþróunarfulltrúi og fráfarandi ferðamálafulltrúi Uppsveitana voru á staðnum. Það var sannarlega gaman að sjá alla þá ferðaþjóna sem mættu úr Uppsveitunum og notuðu tímann vel við að kynna vörur sínar og þjónustu.
Aldrei hefur betri aðsókn verið á Mannamót og sóttu um 1400 manns kynninguna og voru tæplega 250 fyrirtæki að sýna vörur sínar. Þegar gengið var um bása Suðurlands var með sanni hægt að segja að Suðurland sé matarkista en eftirtektarvert var hve mörg fyrirtæki, sem voru að kynna sína þjónustu buðu upp á dýrindis kræsingar sem sýnir okkur líka hugmyndaauðgina sem hér ríkir á svæðinu.