27. febrúar

Leyndardómar Suðurlands

 
Hvaða leyndardóm vilt þú kynna ?
Framundan er umfangsmikið kynningarátak sem ykkur er boðið að taka þátt í.
Ferðaþjónustufyrirtæki,matvælaframleiðendur, félög, fyrirtæki og allir áhugasamir eru hvattir til að vera með.
Frábær leið til að koma ykkur á framfæri/kynna ykkar starfsemi.
 
Utan háannatíma vikuna 28. mars – 6. apríl 2014 stendur SASS –
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ásamt Markaðsstofu Suðurlands fyrir kynningarverkefninu
“Leyndardómar Suðurlands”.
Markmiðið er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland.
Megininntakið í átakinu er Matur – Saga – Menning. Hér er kærkomið tækifæri, til að lengja
ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. Markhópurinn að
þessu sinni er Íslendingar og Sunnlendingar sjálfir.
Á Suðurlandi eru mörg leyndarmál, sem eru vel þess virði að deila, en “leyndarmál” - er einmitt
boðskapur ársins í herferð Íslandsstofu, “Ísland allt árið”.
 
Með því að blása í herlúðra Sunnlendinga samtímis, er mögulegt að ná samlegð milli verkefna.
Og hvað á svo að gera ? Raunar eru engin takmörk á því og hver og einn tekur þátt á eigin forsendum,
hér koma nokkur dæmi til að örva hugmyndaflugið: Tiboð á veitingastöðum og
sérmatseðlar – tveir fyrir einn í gistingu - ókeypis í sund – listsýningar – tónleikar – skemmtanir –
tilboð á sunnlenskum vörum – lengdur opnunartími – ókeypis í strætó – tilboð í afþreyingu – bíóvika
– – afsláttur í Herjólf og svona mætti lengi telja.
 
SASS ber ábyrgð á markaðsherferð og sameiginlegum auglýsingum.
Verkefnisstjóri er Þórarinn Egill Sveinsson thorarinn@sudurland.is 
Kynningarstjóri er Magnús Hlynur Hreiðarsson mhh@sudurland.is
Eftirtaldir tengiliðir á hinum ýmsu svæðum taka á móti hugmyndum og skráningum.
Í Uppsveitum er það ferðamálafulltrúi sem tekur við skráningum asborg@ismennt.is
sími  898 1957
 
Skráning er hafin. Sendið inn skilaboð sem fyrst ef þið viljið vera með.