11. febrúar
Landsstólpinn 2025 - Opið fyrir tilnefningar
Byggðastofnun hefur opnað fyrir tilnefningar til Landsstólpans 2025, viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi verkefni sem stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á árangursríkum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og geta verið öðrum hvatning og fyrirmynd.
Tilnefningar eru opnar fyrir verkefni sem hafa skilað árangri í byggðaþróun, hvort sem þau eru á vegum einstaklinga, fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka. Verkefnin þurfa að hafa verið í framkvæmd á síðustu árum og sýnt fram á mælanlegan árangur.
Tilnefningarfrestur er til 28. febrúar 2025. Við hvetjum alla sem hafa unnið að verkefnum sem stuðla að jákvæðri byggðaþróun til að senda inn tilnefningar og deila þannig sínum árangri með öðrum. Einnig hvetjum við fólk til að tilnefna þá sem hafa skarað fram úr og lagt sitt af mörkum til byggðamála.
Óskað er eftir því að tillögur verði sendar á netfangið landstolpinn@byggdastofnun.is.
Nánari upplýsingar veita Helga Harðardóttir eða Andri Þór Árnason, s. 455-5400.