5. janúar

Gulleggið 2024- vertu hluti af framtíðinni

Áttu frábæra viðskiptahugmynd? Ef svo þá er gulleggið tilvalið tækifæri fyrir þig til að láta drauminn rætast!

Óskað er eftir skráningum í Gulleggið og hægt er að skrá sig hvort sem þú ert með hugmynd eða ekki. Síðasti dagur til skráningar er 19. janúar 2024. Skráning fer fram á vefsíðu Gulleggsins 

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á frumkvöðlastigi og hefur hún verið haldinaf KLAK- Icelandic Startups síðan 2008. 

Dagskrá Gulleggsins hefst 20. janúar með opnum Masterclass námskeiðum þar sem þáttakendur fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar og búa til kynningu til að senda inn í forkeppni Gulleggsins. Þær kynningar sem eru sendar inn fara fyrir dómnefnd sem munu velja tíu bestu kynningarnar og fá þeir tækifæri til að taka þátt í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku. 

Gulleggið er hugmyndakeppni og meiga keppendur ekki hafa fengið fjarmagn umfram 2. miljónir króna eða hafa byrjað að hafa tekjur af hugmyndinni til að taka þátt. 

Fjölmargir hafa nýtt sér Gulleggið sem stökkpall í að ná árangri og má þar t.d dæmis nefna fyrirtæki á borð við Controlant, Meniga, PayAnalytics, Genki, Taktikal. 

Við hvetjum íbúa Uppsveita Árnessýslu til að skrá sig til þátttöku í Gulleggið 2024.