21. janúar

Fyrirlestraröð - Forvitnir frumkvöðlar hleypt af stokkunum

Í byrjun janúar fór fram fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar, sem er á vegum landshlutasamtakanna Austurbrúar, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Fyrirlesturinn var haldinn af Arnari Sigurðssyni, sem ræddi um frumkvöðlaferlið og setti þannig tóninn fyrir komandi viðburði. Mæting var góð og þátttakendur lýstu yfir ánægju með framtakið.

Í erindi sínu ræddi Arnar hvernig hugmyndir verða að veruleika. Fór yfir áskoranir sem frumkvöðlar standa frammi fyrir og mikilvægi þess að nýta þau úrræði sem í boði eru. Hann vakti jafnframt athygli á því að margir tengja sig ekki endilega við hugtakið „frumkvöðull, jafnvel þótt þeir séu að vinna að nýsköpun eða þróa hugmyndir sínar.

Arnar hvatti áhugasama til að leita til atvinnuráðgjafa á sínu svæði, þar sem hægt er að fá stuðning og ráðgjöf um öll stig frumkvöðlaferlisins. Landshlutasamtökin veita aðstoð við að finna styrki, leiðbeina í gegnum umsóknarferli og nýta önnur verkfæri sem gagnast frumkvöðlum.

Fyrirlestur Arnars má nálgast hér

Hægt er að leita ráðgjafar á ýmsum stöðum í landshlutunum og er hér listi yfir þá helstu. 

Við hvetjum frumkvöðla og hugmyndaríkt fólk til að hafa samband við þessar stofnanir og nýta sér þekkinguna sem þar er til staðar. Einnig má benda á styrkjadagatal skapa.is sem gefur yfirlit yfir umsóknarfresti í styrki.

Fyrirlestraröðin heldur áfram þriðjudaginn 4. febrúar, þegar Þórunn Jónsdóttir hjá SASS mun fjalla um hvernig skrifa skal umsóknir. 

Næst á dagskrá í Forvitnum frumkvölum:

4. febrúar – Umsóknarskrif - Þórunn Jónsdóttir ráðgjafi mun fjalla um hvernig skrifa skal umsóknir. 
4. mars – Gervigreind og styrkumsóknir
1. apríl – Skapandi hugsun
6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja / ólík rekstarform

Hægt er að fylgjast með fyrirlestraröðinni á Facebook-viðburðinum Forvitnir frumkvöðlar og einnig á heimasíðum landshlutasamtakanna.