24. maí
Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu
Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eru að vinna verkefni sem ber heitið "Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu". Verkefnið hefur það að markmiði að efla þátttöku íbúa með erlendan bakgrunn í samfélaginu og stuðla að inngildingu allra íbúa óháð uppruna. Meðal leiða að þessu markmiði er að eiga samtal við íbúa um hvað þurfi að gera til að styðja við innlenda sem erlenda íbúa og byrjar verkefnið á könnun sem hægt er að taka með því að smella á linkinn eða skanna QR kóðan sem er neðst í fréttinni.
Byggðaþróunarfulltrúi og verkefnastjórar heilsueflandi samfélags í öllum Uppsveitunum halda utan um verkefnið. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með því að kynna það fyrir starfsmönnum sínum og hvetja þá til þátttöku í vinnustofum, svara könnuninni og mæta á þá viðburði sem eru skipulagðir.
Áætlað er að halda þrjár sjálfstæðar vinnustofur í miðjan júní þar sem allir íbúar geta komið saman til að ræða hvað þarf að gera til að efla samfélagið og gera það að virku fjölmenningarsamfélagi.
Vinnustofunnar verða haldnar á þremur stöðum og verða þær auglýstar nánar þegar nær dregur.
12. júní - Félagsheimilið í Hrunamannahreppijúní –
19. júní - Félagsheimilið Grímsnes- og Grafningshrepp
20. júní – Félagsheimilið Aratungu Bláskógabyggð
Áætlað er að ljúka verkefninu með menningarveislu þar sem ólíkir menningarheimar verða kynntir.
Óskað er eftir því að fyrirtæki og stofnanir í Uppsveitum Árnessýslu muni styðja verkefnið bæði með þátttöku og með því að fræða starfsmenn um fundi og tímasetningar.
Með sameiginlegu átaki geta Uppsveitirnar orðið enn betra og fjölbreyttara samfélag.
Könnunin sem er farin af stað er á fjórum tungumálum og vonum við að íbúar gefi sér tíma til að taka hana. Hægt er að finna hana á slóðinni https://forms.office.com/e/1Gz50R8fMQ eða afrita QR kóðan fyrir neðan.