13. janúar

Fjölbreytt tækifæri til styrkja í gangi – Umsóknarfrestir í janúar og febrúar 2025

Ertu með hugmynd að nýsköpunarverkefni, rannsókn, eða þróunarsamstarfi? Nú er tækifærið til að sækja um styrki úr fjölbreyttum sjóðum sem eru í boði fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og námsmenn. Hér er yfirlit yfir nokkra spennandi sjóði og verkefni sem nú eru opin fyrir umsóknir:

Orkurannsóknasjóður ⚡️

Opnar í lok janúar 2025.
Sjóðurinn veitir styrki til almennra rannsóknarverkefna á sviði umhverfis og orkumála. Styrkir eru í boði fyrir nemendur í meistara- eða doktorsnámi ásamt leiðbeinenda.

  • Heildarupphæð: ~70 milljónir kr.
  • Umsóknarfrestur: 13. janúar 2025

 Uppsprettan - Hagar 🌶

Nýsköpunarsjóður sem styður við frumkvöðla og þróunarverkefni á sviði íslenskrar matvælaframleiðslu með áherslu á sjálfbærni og innlenda framleiðslu.

  • Heildarupphæð: ~20 milljónir kr.
  • Umsóknarfrestur: 22. janúar 2025

Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla 🎓

Styrkir þróunarverkefni og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámsskrá. Styrkri eru í boði fyrir leikskólastjóra, skólastjóra eða skólameistara fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.

  • Umsóknarfrestur: 30. janúar 2025 til kl. 15:00

Nýsköpunarsjóður námsmanna 🎓

Háskólanema í grunn- og meistaranámi. Umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja geta sótt í sjóðinn án þess að hafa fundið nema. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.

  • Styrkupphæð: 340.000 kr./mánuði
  • Umsóknarfrestur: 7. febrúar 2025

 Tækniþróunarsjóður ⚙️

Markaður

Styrkir lítil og meðalstór fyrirtæki fyrir markaðsþróun og markaðssókn.

  • Hámarksstyrkur: 10 milljónir kr.
  • Umsóknarfrestur: 17. febrúar 2025 kl. 15.00

Vöxtur / Sprettur

Styrkir lítil og meðalstór fyrirtæki fyrir tækniþróun.

  • Hámarksstyrkur: 50-70 milljónir kr. á tveimur árum
  • Umsóknarfrestur: 17. febrúar 2025 kl. 15.00

Rannsóknarverkefni

Styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna sem afla nýrrar þekkingar og styðja við þróun nýrra vara, verkferla eða þjónustu. Fyrir Háskóla, opinberar rannsóknarstofnanir og opinber fyrirtæki.

  • Hámarksstyrkur: 45 milljónir kr.
  • Umsóknarfrestur: 17. febrúar 2025

Sproti

Fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla á byrjunarstigi.

  • Hámarksstyrkur: 20 milljónir kr. á tveimur árum
  • Umsóknarfrestur: 17. febrúar 2025 kl.15:00

 

Í lok janúar mun Uppbyggingarsjóður Suðurlands einnig opna fyrir styrki þannig að það er um að gera að hafa augun opin og grípa tækifærið og prufa að sækja um. Byggðaþróunarfulltrúi er alltaf boðin og búin við að aðstoða og gefa leiðbeiningar í umsóknarferlin. Hægt að hafa samband við byggðaþróunarfulltrúa Uppsveitanna á netfangið lina@sveitir.is