Golfvöllurinn Geysi, Haukadal
Vefsíða: www.geysirgolf.is
Netfang: info@geysirgolf.is
Farsími: 893 8733 / 898 9141
Um Haukadalsvöll Golfaðstaðan samanstendur af 9 holu
golfvell, púttflöt og aðstöðu fyrir stutta spilið.
Haukadalsvöllur opnaði í júlí 2006. Völlurinn er staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og jafnvel Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Haukadalsvöllur er 9 holur eins og fyrr segir og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu. Haukadalsvöllur er mjög skemmtilegur og fallegur golfvöllur er liggur í einstöku umhverfi. Við hönnum vallarins var tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins og er lega vallarins eins líkust umhverfinu og það var áður en framkvæmdir hófust. Tvær ár, Beiná og Almenningsá, koma mikið við sögu er völlurinn er spilaður og er verið að glíma við aðrahvora ánna á flestum brautum vallarins.
Völlurinn er krefjandi, ekki aðeins vegna ánna, heldur einnig vegna lynggróðurs og birkikjarrs sem einkennir svæðið. Á Haukadalsvelli kemst kylfingurinn ekki upp með annað en góðan golfleik frá upphafi til enda.