Tungufellskirkja - Þjóðbúningar

Vefsíða: http://tungufell.net/is/tungufellskirkja/fyrirlestur/
Netfang: ellajona@outlook.com
Sími: 8936423

Í Tungufellskirkju er hægt að bóka fyrirlestur um kirkjuna og íslenska þjóðbúninginn. Fyrirlesturinn er um 20 mínútur en bókuð er ein klukkustund þar sem hægt er að skoða kirkjuna og þá búnininga sem til sýnis eru. Fræðistund er bókuð eftir samkomulagi.

Farið er yfir sögu kirkjunnar og einnig er sagt frá Tungufellsbúninginum og tengingu hans við kirkjuna. Til sýnis eru nýlega saumaður faldbúningur sem tengist kirkjunni á skemmtilegan máta og peysuföt sem eru um 150 ára gömul en þau átti langamma fyrirlesarans, einnig er til sýnis 20. aldar upphlutur í eigu heimasætunnar á bænum. Fyrirlesarinn klæðist 19. aldar upphlut á meðan á fræðistundinni stendur.
Fræðistund er tilvalin fyrir smærri hópa t.d. starfsmannaferðir, saumaklúbba og óvissuferðir.

Fyrirlesturinn er í boði á íslensku eða ensku.
Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er í kirkjunni og því er gott að bókið tíma fyrirfram,

Facebook: https://www.facebook.com/tungufell/

 

Til baka