24. mars
Fyrsta skrefið í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu – Einstakt tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirt
Litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi gefst nú einstakt tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu þróunarverkefni sem miðar að því að styðja þau í átt að sjálfbærri og nærandi ferðaþjónustu. Um er að ræða þátttöku í verkefninu FIRST MILE, sem er hluti af norræna samstarfsverkefninu NorReg, og er þróað í samstarfi við sérfræðinga hjá Behavior Smart.
Markmiðið með FIRST MILE er að styðja fyrirtæki í að stíga sín fyrstu skref í átt að sjálfbærum starfsháttum með hagnýtum verkfærum, ráðgjöf og innsýn í hegðunartengda hönnun sem hefur raunveruleg áhrif – bæði á rekstur og samfélag.
Þátttaka er án kostnaðar fyrir fyrirtæki og felur í sér um það bil 10 klukkustunda skuldbindingu. Sérfræðingar leiða þátttakendur í gegnum hnitmiðað og áhrifaríkt ferli sem miðar að raunhæfum aðgerðum og varanlegum breytingum.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram á https://services.behavior-smart.com/norreg-besmart
Athugið að það þarf að skrolla aðeins niður í fréttinni til að fá skráningarformið upp!
Skráningarfrestur er til 25. mars 2025.
Við hvetjum fyrirtæki í ferðaþjónustu til að nýta sér þetta tækifæri og taka þátt í uppbyggingu sjálfbærari framtíðar!