UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst

Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst

Sveitahátíðin Grímsævintýri verður haldin á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst. Fjölbreytt dagskrá: Tombóla, kaffisala, markaður, klifurveggur, andlitsmálun, Leikfélagið Borg og Sirkus ananas.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2024

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2024. Uppbyggingarsjóðurinn er mikilvægur sjóður og býður hann upp á stuðning við fjölbreytt verkefni á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

Lesa meira

Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið

Verkefnið Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu er á fullri ferð en verkefnið hefur það að markmiði að skapa samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna getur blómstrað saman. Búið er að halda fjóra vinnustofur þar sem fjallað var um fjölmenningu og voru þátttakendur beðnir um að skilgreina hvað væri fyrirmyndar fjölmenningar samfélag og hvaða verkefni sveitarfélögin og íbúar þeirra þyrftu að vinna að til að Uppsveitir Árnessýslu yrðu slíkt. Öll sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum vinna að verkefninu og eru verkefnastjórar Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri í  Heilsueflandi Uppsveitir, Guðrún Ása Kristleifsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi og Lína Björg Tryggvadóttir Byggðarþróunarfulltrúi Í Uppsveitum Árnessýslu.

Lesa meira

Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu

Municipalities Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, and Skeiða- og Gnúpverjahreppur are working on a project titled "Multicultural Community in Uppsveitir Árnessýsla." The project aims to enhance the participation of residents with foreign backgrounds in the community and promote the inclusion of all residents regardless of origin.

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira