UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum. Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.
Startup Landið – nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í landsbyggðunum
Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og stendur til 30. október. Opið er fyrir umsóknir til og með 31. ágúst og verða tvö teymi úr hverjum landshluta valin til þátttöku.
Hátíð við Úlfljótsvatn – fögnum bundnu slitlagi um Þingvallavatn!
Sunnudaginn 24. ágúst verður haldin hátíð við Úlfljótsvatn til að fagna því að hringvegurinn í kringum Þingvallavatn er nú allur kominn með bundið slitlag Þetta er stór áfangi fyrir svæðið sem eykur bæði öryggi, aðgengi og tengingu milli byggðarlaga.
MÁLSTOFA UM ÍÞRÓTTASTARF UPPSVEITANNA
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13–16 verður haldin málstofa í Aratungu þar sem sjónum verður beint að því hvernig við getum stækkað og þróað íþróttastarf í Uppsveitum. Við fáum til okkar góða gesti, þar á meðal fulltrúa félaga og sveitarstjórna, auk annarra áhugasamra um framtíð íþrótta á svæðinu. Sérstakir gestafyrirlesarar verða Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, sem deila með okkur reynslu sinni og sýn á uppbyggingu og árangur.
Bláskógabyggð samþykkir nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu með áherslu á sjálfbærni og samráð
Á haustmánuðum 2022 ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hefja heildstæða stefnumótun fyrir sveitarfélagið með það að markmiði að móta framtíðarsýn, gildi og verkefni til næstu ára. Í þessari vinnu var sérstaklega horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og lögð áhersla á sjálfbæra og framsækna þróun með það að leiðarljósi að skapa heilsusamlegt og bætt samfélag.