UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Þjónustukönnun Byggðastofnunar  2024

Þjónustukönnun Byggðastofnunar 2024

Byggðastofnun hefur sett af stað umfangsmikla þjónustukönnun til að kanna hvaða þjónusta skiptir íbúa landsins máli, hvernig hún er nýtt og hvað þarf að bæta eða efla. Könnunin, sem er framkvæmd af Maskínu, nær til íbúa um allt land utan höfuðborgarsvæðisins og er hluti af rannsóknum á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn veitir fjármögnun til framkvæmda á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur rennur út kl. 13 þriðjudaginn 15. október 2024.

Lesa meira

Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst

Sveitahátíðin Grímsævintýri verður haldin á Borg í Grímsnesi laugardaginn 24. ágúst. Fjölbreytt dagskrá: Tombóla, kaffisala, markaður, klifurveggur, andlitsmálun, Leikfélagið Borg og Sirkus ananas.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2024

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2024. Uppbyggingarsjóðurinn er mikilvægur sjóður og býður hann upp á stuðning við fjölbreytt verkefni á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira