Viðburður

Jólamarkaður kvenfélags Biskupstungna 25.11

Hinn árlegi markaður Kvenfélags Biskupstungna verður haldinn í félagsheimilinu Aratungu
laugardaginn 25. nóvember.

Jólamarkaður í Aratungu
Laugardaginn 25.nóvember frá kl. 13:00 – 17:00

Á jólamarkaðnum í Aratungu verður hið margrómaða hlaðborð kvenfélagsins og efnt verður til piparkökuhúsa keppni og verðlaun veitt fyrir flottasta húsið. 
Hér í Bláskógabyggð er mjög öflugt kvenfélag með kröftugum og flottum konum sem leggja mikla og óeigingjarna vinnu til samfélagsins sem nýtur svo sannarlega góðs af. 
Á jólamarkaðnum verða afhentar gjafir og styrkir frá kvenfélaginu. 
- Bláskógaskóli í Reykholti fær afhentar 10 spjaldtölvur.
- Veittur verður styrkur til jólalýsingar á Iðubrú í tilefni 60 ára 
afmæli brúarinnar. 
- Styrkur til viðgerða á gluggum í Skálholtskirkju 
- Öndunarmælir til Heilsugæslunnar í Laugarási.
- Aratunga fær að gjöf barnastóla.
Hægt verður að fá söluborð leigð og er stefnan að vera með fallegt handverk og eitthvað sem kitlar bragðlaukana til sölu á jólamarkaðnum. Þeir sem óska eftir söluborði geta haft samband við Agnesi, agnes@simnet.is eða Maggý, maggys@simnet.is. Fyrir 22 nóv. Allur ágóði kvenfélagsins rennur óskiptur til líknar og menningarmála. Posi verður á staðnum sem söluaðilar geta nýtt sér. 
Endilega takið daginn frá og komið og njótið dagsins í góðum félagsskap. Sjáumst hress og kát í jólaskapi. 

Hátíðarkveðjur
Kvenfélag Biskupstungna.

« Til baka