Engi

Vefsíða:www.engi.is
Sími:486 8913
Lýsing:Garðyrkjustöðin Engi er í Laugarási í Biskupstungum, um 100 km frá Reykjavík. Þar eru ræktaðar kryddjurtir, grænmeti og ávextir, bæði í heitum og köldum gróðurhúsum sem og í útiræktun, og er starfsemin vottuð af vottunarstofunni Túni. Í júní, júlí og ágúst er starfræktur bændamarkaður á Engi þar sem í boði eru ótal tegundir matjurta úr lífrænni ræktun á góðu verði. Á Engi er margt að sjá og skynja og gestir markaðarins geta gengið um ilmjurtagarð með íslenskum og erlendum ilm- og matjurtum, virt fyrir sér íslenskar hænur, fengið sér bolla af myntutei og týnst í 1000 fermetra völundargarði úr trjágróðri, hinum eina sinnar tegundar á Íslandi. Á veturna er hægt að kaupa kryddjurtir frá Engi í verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Til baka