Þingvellir

Þingvellir eru friðlýstur helgistaður nátengdur sögu lands og þjóðar sem skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga.
Þar var Alþingi stofnað árið 930 og fjölmargir  meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar.

Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO sumarið 2004. 
Þar eru þingvellir meðal um 800 menningar- og náttúruminjastaða sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. 

Í fræðslumiðstöðinni má fræðast um sögu og náttúru svæðisins og boðið er upp á
skipulagðar gönguferðir og fjölskyldudagskrá  í Þingvallaþjóðgarði á sumrin.