Uppskeruhátíð á Flúðum dagskrá

Matarkistan Hrunamannahreppur
Uppskeruhátíð laugardaginn 2. september 2017

 

Uppskerumessa kl. 11:00 í Hrunakirkju.  
Félagar úr kirkjukór leiða sönginn.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu.  Grillaðar pylsur og molasopi.  Allir velkomnir.

Félagsheimilið á Flúðum.
Matarkistan
markaður kl. 12:00-17:00
Matvæli úr sveitinni. Alls kyns ferskt grænmeti og góðgæti beint frá býli,
Kjöt frá Koti, kræsingar í krukkum, brauðmeti, handverk, listir og fleira.

Myndlist í Gamla fjósinu í Hruna
Gréta Gísladóttir listamaður verður með opna vinnustofu kl.13:00 - 17:00 laugardag.
Gestum gefst tækifæri að koma og sjá myndlist og tækifæriskort í miklu úrvali.
Verið velkomin!

Bjarkarhlíð Flúðum opið hús og garður
Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim
í vinnustofu sína kl.13:00-17:00

Leikur að List
Handverkshús og dúkkusýning, Laugarlandi, Flúðum. kl. 13:00-17:00
Gestum boðið að njóta dagsins og þiggja kaffi, rabbabaradjús og hjónabandsælu.
Rabbi rósabóndi verður með tilboð á rósabúntum og steinselju.
Hlökkum til að sjá ykkur, Magga, Dóra og Rabbi


Samansafnið Sólheimum Hrunamannahreppi 
opið kl.13:00 - 17:00 alla helgina.
Minjasafn, gamlir bílar.
Aðgangseyrir fullorðnir 1000 kr, börn 13-18 ára 500 kr.
(6,5 km frá Flúðum)

Markavöllur 
Fótboltagolf 18 holur, opið frá  kl.13:00-18:00
Upplýsingar  í síma 786 3048
Völlurinn er 4 km sunnan við Flúðir við veg nr 30.
Frábært fyrir unga jafnt sem aldna.
Fótboltagolf á Facebook


Litla Melabúðin Flúðum
Opið alla daga kl.13:00-17:00. Fjölbreytt úrval af fersku grænmeti, kjöti og alls kyns
góðgæti beint frá býli.


Sindri bakari Cafe
Handverksbakarí og kaffihús opið kl. 9:00-17:00
Ilmandi brauð og alls kyns bakkelsi.
Verið velkomin

Hótel Flúðir
Happy hour kl.14:00-17:00, 0.5 bjór kr.700 rautt/hvítt glas kr. 800 í notalegu umhverfi bæði inni og úti ef veður leyfir.

Tilboð kvöldsins ekki af verri endanum.
Rjómalöguð Blómkálssúpa ,, Glænýtt Flúða-blómkál beint frá bónda,,
BBQ svínarif með brakandi fersku Flúða-salati og kartöflum.
kr. 4100.- per mann.  Borðapantanir í síma 486-6630

 

Efra-Sel  Golfvöllurinn
„Opna íslenska grænmetismótið“ punktakeppni með fullri forgjöf (36) 
Keppt er í fjórum flokkum; karla, kvenna og barna (14 ára og yngri-18 holur)
og barnaflokkur (12 ára og yngri-9 holur)

Mótsgjald aðeins 3.500 kr./fullorðna og frítt fyrir þátttakendur í barnaflokkum.
Skráning og upplýsingar á www.golf.is og 486-6454 eða gf@kaffisel.is
Ath. Skráning í barnaflokk (12 ára og yngri) í síma og netpósti
Sölufélag garðyrkjumanna er aðalstyrktaraðili mótsins www.islenskt.is

Kaffi-Sel, veitingastaður.  Flottur matseðill; Vegan réttir, nýr hamborgaraseðill og gómsætar pizzur. Opið til kl. 21:30 alla helgina www.kaffisel.is  s.486 6454
 

Veitingahúsið Flúðum, Kaffi Grund
Vaffla með rjóma og kakó/kaffi á kr. 1.000 milli kl.13:00 og 17:00.

Veitingahúsið Flúðum, Kaffi Grund
Pub-Quiz og pöbbakvöld kl. 22:00 - 01.00. Bjartur Logi, trúbador, sér um stemninguna. Kaldur af krana kr. 750,-. Grillið og pizzaofninn í gangi.


Minilik Eþíopískt veitingahús á Flúðum
Opið kl.12:00-21:00 og tilboð á eftirtöldum réttum til 18:00
1. Misto -  lambakjöt og nautakjöt borið fram á Eþíópískan hátt.
2. Grænmetis og baunaréttur. 
Tilboð á ceremonial kaffi, sem brennt og malað á staðnum.
 


Flúðasveppir - Farmers Bistro
Boðið uppá paprikukynningu í gróðurhúsinu hjá Flúða-Jörfa
Kynningin er um 30 mín og það verður grænmeti og ídýfur í boði.
Kynningarnar verða: (ath. breyttan tíma )
Kynning 1: kl 12:00
Kynning 2: kl 14:00
Kynning 3: kl 16:00

Farmers Bistro opið kl.12:00 – 16:00
Aðalréttir
1. Flúðasveppasúpan hin eina sanna. Kraftmikil, krassandi og kærleiksrík. Framborin á hlaðborði með heima bökuðum brauðum ásamt smjöri, paprikuljúfmeti kr. 1.990

2. Innbökuð Sveppafantasía, Stökk vefja, ríkulega fyllt af krassandi sveppum ásamt íslensku grænmeti og ferskum kryddjurtum umluktu rjómaosti og kotasælu.  Framborið með brakandi salati og jarðaberja vinagrette.kr. 2.100

Eftirréttir
Flúðasveppaís sá eini á Íslandi með karamellu keim, sítrus - taktu áskoruninni kr.1.190.  Gulrótarís með myntu og limekeim kr.1.190

 

Verslunin Samkaup- Strax
Opið kl.10:00-19:00 og ýmis tilboð í gangi.


Sundlaugin Flúðum opin kl.13:00-18:00


Frisbígolfvöllur í  Lækjargarðinum á Flúðum, góð skemmtun.

Upplýsingar á www.fludir.is og www.sveitir.is 
og á Facebook 

« Til baka