12. júní

Upp í sveit 14. -17. júní

Hátíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 Upp í sveit

Undanfarin ár hefur "Uppsprettan" verið haldin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í kringum 17. júní. Sú hátíð hefur á margan hátt verið vel heppnuð og er það mál núverandi menningar- og æskulýðsnefndar að reyna að halda þeim kyndli áfram á lofti, með nokkrum áherslubreytingum.
"Upp í sveit" er hugsuð sem sveitahátíð íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og ættingja þeirra, þar sem við leggjum áherslu á að öll sveitin taki þátt í leikjum og afþreyingu af ýmsum toga.
Við bjóðum upp á brennu og brekkusöng, ratleik sem allir geta tekið þátt í, tónleika, gönguferð, markað, brokk og skokk, morgunverð, hádegisverð, fjör í skóginum uppi í sveit og svo mætti lengi telja.
Við ætlum öll að taka höndum saman og skreyta sveitina í fallegum og sumarlegum litum og við ætlum að setja alla sveitina á hreyfingu. Þar komið þið, kæru sveitungar, sterkir inn.
Þegar þessi bæklingur er prentaður er enn verið að vinna í dagskránni og mun endanleg dagskrá birtast á vefmiðlum hátíðarinnar (Facebook og Instagram), í Fréttabréfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og á heimasíðu sveitarinnar.
Til að svona hátíð heppnist vel og allir gangi sáttir frá borði, ríður á að þið, kæru sveitungar, takið þátt og sýnið þannig fram á að sveitahátíð í þessari sveit, er komin til að vera!
Upp í sveit – gaman saman. Við erum þar!

nánar á facebook