Tvær úr Tungunum 19. ágúst

Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum fer fram í og við Aratungu í Reykholti þann 19. ágúst.
 

Dagskráin er vegleg að vanda:

13:00 – 14:00. Knattþrautir í boði KSÍ. Fulltrúi frá KSÍ mun stjóna knattþrautum fyrir áhugasama. 
14:00 – 16:00. Fagleg bollaspá, framkvæmd af sérfræðingi (verkfræðingi). Fyrir einhleypa frá 40 ára aldri. Ókeypis.
13.00-17:00 Loftboltar og Hoppukastalar fyrir börnin.
13:00-17:00 Markaður Kvenfélags Biskupstungna og kaffisala 
14:00 – Sirkus Ísland skemmtir
14:30 – Karitas Harpa Davíðsdóttir, Voice Ísland sigurvegari tekur lagið.
15:00 - Nöfn á hringtorgum í Reykholti kunngjörð.
15:00 - Aratunguleikarnir í Gröfuleikni 2017

23:00
Dansleikur í Aratungu 
Stuðlabandið leikur fyrir dansi

Næg tjaldsvæði!
Sjáumst hress!

 

 

« Til baka