Sumartónleikar í Skálholti - Þriðja vika

Almennt um Sumartónleikana 2018

Tónlistarhátíð í fertugasta og þriðja sinn.

Nú er tími Sumartónleika í Skálholti að renna upp og fjölbreytt efnisskrá er í boði.

Tónleikahelgarnar hjá okkur verða fjórar í sumar. Við byrjum með tónleikum þriðjudaginn 3. júlí og svo rekja viðburðirnir sig áfram um helgar, fram að Skálholtshátíð um miðjan júlí, en þá er gert hlé á Sumartónleikunum, sem hefjast aftur þann 27. júlí og lýkur um verslunarmannahelgina.

Tvær ungar konur eru staðartónskáld í ár, þær Bergrún Snæbjörnsdóttir og Bára Gísladóttir.

Dagskráin 2018 er trú fyrri markmiðum Sumartónleika í Skálholti og lögð áhersla á nýsköpun og frumflutning annars vegar og svo hins vegar á flutning barokktónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Fjöldi innlendra og erlendra  listamanna kemur fram í sumar. Alls er gert ráð fyrir um tuttugu viðburðum á Sumartónleikunum.

 

Menningarupplifun og náttúra

Sumartónleikarnir njóta vaxandi vinsælda sem afþreying fyrir ferðamenn og mörgum þykir viðkoma í Skálholtskirkju til að hlusta á lifandi tónlist, auka og dýpka upplifunina þegar ferðast er um Suðurland og ekki er verra að þessi upplifun standi fyrir sínu, óháð veðri. Auk þess njóta tónleikagestir þess að ekki er tekinn aðgangseyrir á Sumartónleikana þótt tekið sé við frjálsum framlögum.

Á þriðju helgi verður Barokkbandið Brák í stóru hlutverki, einnig Corpo di Strumenti.

Á lokahelginni verður sjónum m.a. beint að konum í tónlist og er sú helgi í höndum Nordic Affect kammerhópsins. Einnig koma þar fram Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og Sergio Coto Blanco.lútuleikari.

Við munum svo senda fréttatilkynningar í upphafi hverrar viku fyrir sig.

Nánari upplýsingar um okkur á heimasíðu Sumartónleikanna, sumartonleikar.is  og á  ensku http://en.sumartonleikar.is/

Allar nánari upplýsingar veitum við fúslega.

Margrét Bóasdóttir sími 8561531 netfang: margret.boasdottir@gmail.com er formaður stjórnar Sumartónleikanna.

Kolbeinn Bjarnason ( sími: 897 8577 netfang: kolb@simnet.is)  meðstjórnandi og Tryggvi Baldvinsson einnig.  

Nánari upplýsingar um Sumartónleikana er að finna á heimasíðu, http://www.sumartonleikar.is/

Við þökkum innilega kynningu og alla velvild í garð Sumartónleikanna.

Bestu kveðjur,
Guðrún Birgisdóttir
Framkvæmdastjóri/Manager
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Marbakkabraut 28, 200 Kópavogur
+354 8240638

 


 

« Til baka