Söngskemmtun í Aratungu 14.4

Þann 14 apríl er fyrirhuguð söngskemmtun í Aratungu.  Fram munu koma Jón Magnús Jónsson bariton, Særún Harðardóttir sópran, Ólafur Magnússon tenór og Björg Þórhallsdóttir sópran. Meðleikari verður Hilmar Örn Agnarsson. 

Sungin verða einsöngslög og dúettar af ýmsum toga.  Skemmtunin byrjar kl 20 og að henni lokinni mun hljómsveit Grétu Gísladóttur spila fyrir dansi ásamt Karli Hallgrímssyni, Hilmari Agnarssyni og svo munu ofantaldir söngvarar sjá um sönginn.  Áætlað er að skemmtuninni ljúki um eða eftir miðnætti.

Hilmar Örn Agnarsson er sveitungum að góðu kunnur enda gegndi hann organistastarfi við Skálholtssókn um árabil og stýrði öflugu kórstarfi þar.  Hilmar Örn starfar nú sem organisti við Grafarvogssókn í Reykjavík og stýrir Kammerkór Suðurlands m.a. 

Særún Harðardóttir bjó að Hvítárbakka í Biskupstungum árin 1984-1989 og í Skálholti 1989-1992, er ættuð úr Biskupstungum og menntuð söngkona.  Hún hefur starfað við söng síðustu árin (sungið einsöng við útfarir, skírnir, messur ofl og einnig sungið með kórunum Schola Cantorum, Kammerkór Reykjavíkur, Lux, Kór Breiðholtskirkju og Vox Feminae.   

 

Jón Magnús er sveitungum Bláskógabyggðar einnig að góðu kunnur, var þar við stafsnám og hefur síðustu misserin farið í leitir með íbúum sveitarinnar að hausti.  Hann á góða vini í sveitinni sem hafa um langt skeið hvatt hann til að koma og syngja í sveitinni.

« Til baka