Skálholt - tónleikar - fréttir

Kórar syngja inn vorið í Skálholti

Með sumarkomunni koma kórar til að syngja í Skálholtsdómkirkju hver á fætur öðrum. Hér á eftir fylgir yfirlit um tónleika sem haldnir verða í maí og fram í júní. Um er að ræða íslenska og erlenda kóra sem flytja fjölbreytilega tónlist.

Miðvikudagskvöldið 3. maí kl. 20 heldur Jórukórinn tónleika í kirkjunni og flytur fjölbreytta dagskrá undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.

Laugardaginn 6 maí kl. 16 eru svo sameiginlegir tónleikar þriggja kóra; kórs Grindavíkurkirkju, kórs Laugarneskirkju og Skálholtskórsins. Stjórnendur kóranna eru; Bjartur Logi Guðnason, Arngerður María Árnadóttir og Jón Bjarnason.

Laugardaginn 13. maí kl. 16 er svo komið að Karlakór Grafarvogs sem flytur dagskrá helgaða vorinu.

Daginn eftir, sunnudaginn 14. maí kemur hingað í Skálholt Karlakór KFUM og heldur hér tónleika kl. 16. Aðgangseyrir rennur að hluta til í gluggasjóð Skálholtsdómkirkju, til lagfæringa á gluggum kirkjunnar.

Laugardaginn 20. maí kl. 16 er Kammerkór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Bragasonar og Kór Árbæjarkirkju undir stjórn Krisztína Kalló Szklenárné. Flutt verður tónlist eftir Sigurð Bragason. Aðgangseyrir rennur í gluggasjóð kirkjunnar.

Laugardaginn 10. júní kl. 16 verður Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar með vortónleika í Skálholti.

Laugardaginn 24. júní kl. 17 eru síðan tónleikar undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Þar koma saman 50 söngvarar og hljóðfæraleikarar.

 

 

« Til baka