Viðburður

Jólatónleikar á Flúðum 9.des.

JÓL Á FLÚÐUM - TÓNLEIKAR

Jæja gott fólk, núna þann 9. desember mun ég halda jólatónleika á Flúðum. Fram koma Kristján Jóhannsson, Dísella Lárusdóttir, Silja Elsabet og við heimamennirnir Guðlaugur Garðar Lárusson og ég. Undirleikari kvöldsins verður hin frábæra Antonia Hevesi. Tónleikarnir munu verða haldnir í félagsheimilinu á Flúðum og verður fjölbreytt dagskrá af óperuaríum og jólalögum. Tónleikarnir munu hefjast kl 20:30 og miðaverð eru litlar 3.700kr í forsölu.

Hægt er að panta miða hjá Eiríki snr. 8916754 og Olgu snr. 8966754.

 

« Til baka