"Uppsveitabrosið” er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki.
Bros frá Uppsveitunum til þeirra sem hafa lagt ferðaþjónustunni á svæðinu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu. Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á því sem vel er gert. Uppsveitabrosið hefur einnig mikið kynningargildi fyrir svæðið.

Hugmyndin að “Uppsveitabrosinu“ kviknaði í stefnumótunarvinnu sem fram fór 2003.
2004 Fyrsta Uppsveitabrosið hlaut Ferðaþjónusta bænda, fyrir vinnu að gæðamálum og góða samvinnu, Berglind Viktorsdóttir gæðastjóri tók við brosinu f.h. FB.
2005 Rögnvaldur Guðmundsson, hjá Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar hlaut brosið fyrir góða samvinnu og vinnu í ferðamálum í Uppsveitum Árnessýslu.
2006 Útflutningsráð fékk Uppsveitabrosið fyrir vaxandi tengsl við ferðaþjónustuna og góða samvinnu. Inga Hlín Pálsdóttir verkefnisstjóri tók við brosinu f.h.Útflutningsráðs.
2007, hlutu þær Steingerður Hreinsdóttir og Sædís Íva Elíasdóttir, ráðgjafar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands Uppsveitabrosið fyrir framúrskarandi samvinnu.
2008 Uppsveitabrosið var afhent í fimmta sinn. Það voru læknarnir í Laugarási þeir Gylfi Haraldsson og Pétur Skarphéðinsson sem hlutu brosið.
2009 Að þessu sinni var það Hreinn Óskarsson sem hlaut Uppsveitabrosið fyrir frábæra samvinnu og jákvæðni. Málverk eftir Önnu Magnúsdóttur listakonu á Flúðum.
2010 Magnús Hlynur Hreiðarsson fyrir frábæra samvinnu jákvæðni og jákvæðar og skemmtilegar fréttir. Á DVD disk sem hann gaf út eru margar Uppsveitafréttir.
2011  Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands fyrir gott samstarf ásamt Fornleifavernd ríkisins, nú Minjastofnun 
2012  Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu fyrir gott samstarf


Brosið er óáþreifanlegt, en því fylgir ávallt hlutur sem handverks- eða listamaður í Uppsveitunum býr til hverju sinni og í ár.

2004 glerverk Rut Sigurðardóttir Dalbæ.
2005 verk úr jarni eftir Þuríði í Galleríinu á Laugarvatni.
2006 verk eftir Rönku í kotinu skorið í tré.
2007 myndir eftir Grétu.
2008 handverkskonan Helga Magnúsdóttir, í Bryðjuholti sem gerði gripina, útskornar íslenskar fornhetjur.
2009 mynd eftir Önnu Magnúsdóttur Bjarkarhlíð Flúðum.
2010 mynd eftir Ellisiv Malmö frá Helgastöðum.
2011 Mynd eftir Sigurlínu Kristinsdóttur "Myndlist í hesthúsi" í Reykholti
2012 Matarkista Uppsveitanna, brot af því sem frmaleitt er á svæðinu